Sömu reglur gilda um sóttkví í sumarhúsum

„Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.“ Þannig hefst tilkynning sem Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður almannavarnanefndar landshlutans, birtir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vesturlandi.

Þar er minnt á að einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. Eins er þeim óheimilt að fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar. Fólki sem sætir sóttkví er heimilt að fara í út í göngutúra en verða skilyrðislaust að fara eftir reglum um fjarlægð frá öðru fólki.

„Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir