Sakfelldur fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands 19. mars síðastliðinn sakfelldur fyrir líkamsárás. Var hann sakfelldur fyrir að hafa veist að manni, skallað hann í andlitið svo hann féll í götuna með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð yfir hægra auga. Atvikið átti sér stað á hafnarsvæðinu við Faxabraut á Akranesi aðfararnótt 7. júlí 2019. Dómurinn féllst ekki á frávísunarkröfu ákærða, né á þær meiningar hans að sú aðstaða hafi verið uppi í aðdraganda árásarinnar að viðbrögð hans hefðu getað helgast af neyðarvörn. Þótti refsing hans, með hliðsjón af hreinu sakavottorði, hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Manninum var enn fremur greint að greiða allan sakarkostnað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira