Rafrænn samningur við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður með rafrænum hætti á milli aðila. „Þetta eru fyrstu samningaviðræðurnar sem hafa allar farið fram í gegnum netið og eru kláraðar með rafrænum hætti,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þegar Magnús Smári Smárason, formaður LSS, var spurður út í þetta fyrirkomulag við samningsgerðina svaraði hann: „Þetta er nútíminn í anda Covit og mun breyta samskiptum manna til framtíðar og því mikilvægt að aðlaga okkur að breyttu samfélagi.“ Báðir samningsaðilar voru sammála um að samningaviðræður hefðu gengið vel þrátt fyrir þessa annmarka að geta ekki hist augliti til auglitis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir