ManUtd peysan sem Bibba hannaði nýlega.

Nýtur þess að hanna nýjar prjónauppskriftir

Hún Ingibjörg Sigurðardóttir í Grundarfirði situr sjaldan auðum höndum. Hún rekur þvottahús í Grundarfirði, býr þar í bæ ásamt fjölskyldu sinni en draumurinn er að geta með tíð og tíma sest að á jörð þeirra Innri-Látravík, skammt vestar í Eyrarsveitinn. Ingibjörg, eða Bibba eins og hún er jafnan kölluð, hefur auk þess gaman af að prjóna. „Ég erfði þennan prjónaáhuga frá móður minni heitinni, Sjöfn Halldórsdóttur. Hún prjónaði alla tíð mikið og fór á sumrin í hestaferðir þar sem hún náði að selja heilmikið af prjónaskapnum. Áhugamál okkar fara því saman. Ég er sjálf með hross og nýt þess að fara á bak þegar veður leyfir. Oft á hestbaki fæ ég svo hugmyndir að einhverju sem ég get fitjað uppá og þegar heim er komið reyni ég svo að koma því í verk,“ segir hún.

Í stuttu spjalli í Skessuhorni vikunnar er m.a. sagt frá nýjustu prjónauppskriftum Bibbu, Daða og Gagnamagnshúfunum og peysum fótboltaliða á borð við Man Utd og Liverpool.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira