Laufey Helga Árnadóttir. Ljósm. Snæfellsbær.

Laufey ráðin íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Laufey Helga Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar. Hún hefur þegar hafið störf hjá bæjarfélaginu, en tekur formlega við nýju starfi um mánaðamótin.

Laufey er fædd og uppalin í Snæfellsbæ og hefur starfað hjá Hafnarsjóði Snæfellsbæjar undanfarin ár. Hún hefur látið til sín taka í ýmsu félagsstarfi í gegnum tíðina og hefur fjölbreytta reynslu af íþrótta- og æskulýðsstarfi, meðal annars sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu.

Laufey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.ed. í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir