Heiðar Örn Jónsson. Ljósm. Borgarbyggð.

Heiðar Örn ráðinn til Slökkviliðs Borgarbyggðar

Heiðar Örn Jónsson hefur verið ráðinn í starf eldvarnareftirlitsmanns og varaslökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar. Þrír aðrir sóttust eftir starfinu þegar það var auglýst; Bergur Már Sigurðsson, Sigurður Þór Elísson og Viktor Örn Guðmundsson en að loknu ráðningarferli var ákveðið að ráða Heiðar til starfsins. Hann hefur störf um miðjan aprílmánuð.

Heiðar hefur stundað nám í húsasmíði en er auk þess menntaður atvinnuslökkviliðsmaður, með stjórnendaréttindi fyrir slökkvilið og sjúkra- og neyðarflutningamaður. Hann hefur unnið að slökkviliðs- og sjúkraflutningamálum frá 2014.

Hann hefur starfað sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu og sem neyðarflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áður var hann slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Borgarbyggðar, sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og smiður hjá EJI og Vörðufelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir