Sýkna af kröfu um bætur vegna aðgerða á bóndabæ

Nýlega féll héraðsdómur þar sem íslenska ríkið var sýknað vegna kröfu um skaða- og miskabætur að fjárhæð tæplegra 17 milljóna króna auk dráttarvaxta vegna þvingunaraðgerða á bóndabæ árið 2012. Matvælastofnun hafði viðhaft sérstakt eftirlit vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu með sauðfé á bænum. Stofnunin hafði gert kröfur um úrbætur vegna fóðrunar, brynningar og húsakosts. Fór Matvælastofnun fram á það við lögreglustjóra að allt fé umfram 749 kindur yrði tekið úr vörslum umráðamanns.

Þá segir um málið á heimasíðu Matvælastofnunar: „Áður en til vörslusviptingar kom seldu umráðamenn 329 kindur og fækkuðu þar með fé á bænum niður í þann fjölda sem talið var að rými væri fyrir. Umráðamenn byggðu aðallega á að vörslusvipting hafi verið ólögmæt og tilefnislaus aðgerð sem hafi valdið þeim tjóni. Vörslusviptingin hafði verið framkvæmd af lögreglustjóra og byggðu umráðamenn mál sitt aðallega á því að vörslusviptingin hafi verið rannsóknaraðgerð í skilningi laga um meðferð sakamála. Til vara var byggt á að stjórnvaldsákvörðunin hafi verið ólögmæt og málsmeðferðin í andstöðu við stjórnsýslulög.

Ekki var fallist á að aðgerðir lögreglu hefðu verið liður í rannsókn sakamáls eða að aðgerðirnar hefðu verið ólögmætar og tilefnislausar. Þá segir í dómnum að í ljósi þeirra fresta sem veittir voru til úrbóta og lagfæringa yrði ekki fallist á að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Umráðamönnum hafi gefist tóm til að selja umframféð með frjálsum samningum og slíkt hafi verið gert. Í ljósi atvika málsins yrði ríkið ekki gert ábyrgt fyrir því hvort salan teldist umráðamönnum hagstæð eður ei. Þá hafnaði dómstóllinn miskabótakröfu þar sem fyrir lágu upplýsingar um bágan húsakost og aðbúnað sauðfjár á jörðinni sem umráðamenn báru sjálfir ábyrgð á. Málskostnaður aðila var felldur niður.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

75 smit í gær

Alls greindust 75 ný innanlandssmit kórónuveirunnar í gær, skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim voru 28 utan sóttkvíar við... Lesa meira

Endurnýja búningsklefa

Tilboð voru opnuð í endurnýjun búningsklefa íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi 13. október síðastliðinn. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á rúmar... Lesa meira