Álfheiður selur hunang á mörkuðum. Ljósm. úr safni/mm

Er bóndinn með flesta hausa á fóðrum

Álfheiður B Marinósdóttir hefur verið búsett í Borgarnesi frá 1998. Hún er fædd og uppalin norður í Skagafirði. Hún ólst upp við búskap og hafði áhuga á þeirri starfsgrein og lá því beinast við að fara til náms á Hvanneyri. Hún kom fyrst á Hvanneyri árið 1977 til að læra búfræði og því næst lá leiðin til Danmerkur þar sem hún bjó um tíma og lærði bútæknifræði. Árið 1986 lá þó leiðin aftur á Hvanneyri og þá til að hefja nám í búvísindum. Álfheiður fluttist til Þýskalands og bjó þar í nokkur ár en flutti heim vorið 1998 og bauðst starf á Hvanneyri, fyrst í hlutastarfi en frá árinu 2003 í fullu starfi sem kennslustjóri og gegnir hún því starfi enn í dag.

Fór í öðruvísi búskap

Þrátt fyrir námið í búfræði og búvísindum auk þess að hafa alist upp í sveit hefur Álfheiður ekki sjálf farið í hefðbundinn búskap. „Ég hef stundum sagt við gamla samnemendur mína að hausatalan í mínum búskap sé mun hærri en hjá þeim,“ segir Álfheiður og hlær, en hún er býflugnabóndi. Aðspurð segist hún þó ekki vera með hausatöluna á hreinu í sínum búskap. En hvernig byrjar maður í býflugnabúskap? „Til að verða býflugnaræktandi þarf maður að byrja á að sækja námskeið á vegum Býflugnarætarfélags Íslands og þannig öðlast maður rétt til að kaupa býflugnapakka. Pakkinn er með innfluttum flugum frá Álandseyjum, en það er eini staðurinn sem við megum flytja inn flugur frá því það eru sjúkdómar í þessum búskap eins og öðrum,“ segir Álfheiður. Margir býflugnaræktendur fjölga einnig sínum búum sjálfir í góðu árferði með því að ala upp drottningar og búa til „afleggjara“ úr stórum og góðum búum.

Sjá nánar viðtal við Álfheiði í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir