Báðum leikskólum í Borgarnesi hefur verið lokað

Á mánudag var leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi lokað vegna Covid-19 smits og í dag var sömuleiðis leikskólanum Klettaborg lokað. Nú sem stendur er því enginn leikskóli starfræktur í Borgarnesi. Í leikskólanum Uglukletti reyndist einn starfsmaður smitaður og í dag greindust tvö smit í Klettaborg og verður skólinn því lokaður til 8. apríl og þar af leiðandi framyfir páska.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira