Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi.

294 eru nú í sóttkví á Vesturlandi og sjö smitaðir

Aðgerðastjórn Almannavarna Vesturlands sendir nú daglega frá sér uppfærðar upplýsingar um fjölda smitaðra og í sóttkví í landshlutanum. Er það flokkað eftir umdæmi heilsugæslustöðva. Nú hafa sjö einstaklingar verið greindir með sjúkdóminn á Vesturlandi og enn sem komið er einskorðast smitið við Borgarnes og Stykkishólm; fjórir í Borgarnesi og þrír í Stykkishólmi. Á svæði heilsugæslunnar í Búðardal eru 12 í sóttkví en enginn smitaður. Í Stykkishólmi eru 22 í sóttkví og þrír greindir með Covid-19 eins og áður segir. Í Borgarnesi eru 52 í sóttkví og fjórir greindir með veiruna. Í Grundarfirði eru 34 í sóttkví, 24 í Ólafsvík og 150 á Akranesi. Alls eru því 294 í sóttkví í landshlutanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir