Tilfelli á Vesturlandi orðin fimm

Nú hafa fimm einstaklingar á Vesturlandi verið greindir með Covid-19 veirunni. Þrír þeirra eru í Borgarnesi og tveir í Stykkishólmi. Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðateymi Almannavarna Vesturlands verða upplýsingar um fjölda smitaðra í landshlutanum framvegis tilkynntar einu sinni á dag. Nú eru 263 íbúar í landshlutanum í sóttkví.

Í gær bættist 21 í hóp smitaðra á öllu landinu, töluvert færri en dagana á undan. Á það skal bent að skortur er á sýnatökupinnum í landinu og því voru fá strok tekin um helgina. 588 Íslendingar hafa nú verið greindir með Covid-19.

Líkar þetta

Fleiri fréttir