Smitaðir nú einnig á Vesturlandi

Nú hafa einstaklingar smitaðir af Covid-19 veirunni greinst í öllum landshlutum öðrum en Austurlandi. Tveir hafa nú greinst hér á Vesturlandi og 210 eru í sóttkví. Annað tilfelli smits er í Stykkishólmi, en viðkomandi kom nýlega frá Spáni. Sá fór beint í sóttkví og síðan í einangrun eftir að hann greindist.  Hann er því ekki talinn hafa smitað aðra. Hitt tilfellið er í Borgarnesi en sá einstaklingur er nýlega kominn frá Írlandi. Bæði smitin eru því að koma erlendis frá.

Dagurinn í gær, laugardagurinn 21. mars, var sá stærsti frá upphafi í fjölda greindra smita, eða 92 einstaklingar. Nú er heildarfjöldi smitaðra á landinu kominn í 568. Af þeim er 22 batnað. Nú dvelja 546 í einangrun og þar af eru 12 á sjúkrahúsum. Alls eru 6340 landsmenn í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir