Sérútbúinn sjúkrabíll fyrir Covid-19 smitaða

Á Akranesi hefur verið útbúinn sjúkrabíll til að flytja sýkta, eða grunaða um sýkingu, af Covid-19 veirunni. Að sögn Gísla Björnssonar yfirmanns sjúkraflutninga hjá HVE kemur þessi bíll til með að verða notaður á öllu starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til flutninga á sýktu fólki. „Flutningsbíllinn er eingöngu búinn varnarbúnaði fyrir sjúkraflutningafólk og sjúkling ásamt börum og súrefnistækjum.  Við flutning mun fullbúinn sjúkrabíll fylgja flutningsbílnum ef þarf. Verður einungis sá búnaður tekinn úr sjúkrabílnum sem þarf að nota í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir Gísli. Að flutningi loknum fer flutningsbíll í sérstaka sameiginlega sóttvarnaraðstöðu lögreglu- og sjúkraflutninga, þar sem sjúkrabíll og sjúkraflutngafólk er sótthreinsað.

Í gærkvöldi var einn veikur einstaklingur, sem var í sóttkví í sumarbústað í Eyrarskógi í Svínadal, fluttur með Covid-19 sjúkrabílnum og í fylgd sjúkrabíls á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira