Bræður byggja hlið við hlið

Tvö ný hús í gömlum stíl eru nú í byggingu í gamla bænum á Akranesi, nánar til tekið við Vesturgötu 49 og 51. „Við bræður erum að byggja þarna hlið við hlið,“ segir Björn Ólafur Guðmundsson í samtali við Skessuhorn. Hann ætlar að flytja inn í húsið að Vesturgötu 51 ásamt Guðnýju Rós Þorsteinsdóttur og syni þeirra, Adam Kára. Við hliðina byggja bróðir Björns, Lárus Beck Björgvinsson og Kathleen Ang eiginkona hans, sem jafnframt er innanhússarkitekt beggja húsanna.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir