Í dæluhúsi Hitaveitu Reykholtsstaðar er flókinn búnað að finna þar sem hitanum á vatninu er náð niður áður en því er dælt í húsin. Hér skrúfar Geir frá krana við inntakið og sýnir blaðamanni hvernig sjóðandi hveragufan frussast út af miklu afli enda er vatnið úr holunni 127 gráðu heitt. Ljósm. mm.

Hefja rafmagnsframleiðslu í Reykholti

Í þessari viku er á von á vélbúnaði í Reykholt sem mun fá það hlutverk að framleiða raforku úr yfirhitanum á hveravatninu sem þar spýtist upp úr nýlegri borholu. Það er Varmaorka ehf. sem hefur undirbúið þetta verkefni, en framkvæmdaraðilinn verður Reykholtsorka ehf. sem nú hefur gert samning við Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf. Varmaorka hefur reynslu af raforkuframleiðslu af þessu tagi á Suðurlandi. „Með þessari nýju raforkuvirkjun lækkar hitinn á vatninu til húshitunar niður í ákjósanlegt hámark, það er um 80 gráður á celsius. Nú skilar holan um 14 lítrum á sekúndu af 127 gráðu heitu vatni, en þessi mikli hiti á vatninu er hættulegur að óbreyttu til húshitunar. Honum hefur verið náð niður með bakflæðivatni veitunnar hingað til. Með þessari tækni er framleidd raforka úr vatni frá 127 gráðum niður í um 80 gráður. Loks má nefna, að gamalt hús hér neðan við borholuna, sem upphaflega var byggt sem verkstæði og var síðan verslunarhús, en hefur verið til lýti á staðnum á undanförnum árum, hefur verið keypt til að hýsa tækjakostinn. Húsið verður nú gert upp og það klætt að utan og verður því vonandi til prýði þegar þeim framkvæmdum lýkur,“ segir séra Geir Waage í Reykholti. Tíðindamaður Skessuhorns heimsótti prestinn í vikulokin og fékk að forvitnast nánar um verkefni Reykholtsorku.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir