Iddi Biddi, Greipur og Anna Lilja.

Vestlendingar í öðru og þriðja sæti í uppistandi

Íslandsmótið í uppistandi fór fram í Háskólabíóí í gærkvöldi. Af tíu keppendum komu þrír þeirra af Vesturlandi; Ingi Björn Róbertsson, eða Iddi Biddi, Anna Lilja Björnsdóttir og Lára Magnúsdóttir. Íslandsmeistari í uppistandi varð Greipur Hjaltason en næstu tvö sæti verma Vestlendingarnir Anna Lilja, sem hreppti annað sætið, og Iddi Biddi, sem hafnaði í þriðja sæti.

Dómnefnd skipuðu þau Logi Bergman Eiðsson, Fannar Sveinsson, Gummi Ben, Pálmi Guðmunds hjá Símanum, Steinunn Camilla Sigurðardóttir hjá umboðsskrifstofunni Iceland Sinc og Ragna Gestsdóttir hjá Mannlífi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir