Frummælendurnir Ögmundur og Gunnar Smári. Ljósm. þa.

Héldu fund um kvótamál í Ólafsvík

Opin fundur undir yfirskriftinni „Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim,“ var haldinn á Sker restaurant í Ólafsvík síðastliðinn laugardag. Þokkalega var mætt á fundinn en að honum stóðu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og Ögmundur Jónasson fv. ráðherra. Gunnar Smári fjallaði um kvótakerfið en hann talar fyrir róttækri uppstokkun á því og að kvóta verði skilað heim í byggðir landsins. Var Kristinn Jón Friðþjófsson fenginn til að segja frá því hvernig veiðum var háttað áður en kvótakerfið var sett á. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og ekki allir sammála um málefnið eins og við var að búast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir