Guðný og Alvin í þjóðgarðinum við Viktoríufossa, sem eru stærstu fossar í Afríku og eru við landamæri Sambíu og Simbabve. Það má sjá nashyrninga í bakgrunni.

Býður upp á jógahelgar í Borgarfirði og safaríferðir í Sambíu

Guðný Vilhjálmsdóttir frá Helgavatni í Þverárhlíð er mikil ævintýrakona og þrátt fyrri ungan aldur hefur hún eflaust séð og upplifað meira af heiminum en flestir. Hún hefur síðastu ár ferðast og skoðað heiminn og komið til að minnsta kosti 56 landa. Auk ferðalaga hefur jóga verið mikilvægur hluti af lífi hennar síðustu ár en hún kynntist jóga þegar hún flutti til Reykjavíkur árið 2012. Í október á síðasta ári fór hún ásamt vinkonu sinni, Þorgerði Ólafsdóttur frá Sámsstöðum í Hvítársíðu, til Nepal í einn mánuð að læra að verða jógakennari. Þegar heim var komið ákváðu Guðný og vinkona hennar, Katrín Einarsdóttir, sem einnig er jógakennari, að bjóða upp á jógahelgar, sem þær kalla „Me time Iceland“ í Veiðihúsinu við Þverá. Þær fengu Þorgerði með sér en þær kynntust allar í veiðihúsinu fyrir nokkrum árum.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við Guðnýju. Meðal annars um jógahelgarnar en hins vegar um safaríferðir til Sambíu sem hún og Alvin kærastinn hennar skipuleggja og bjóða uppá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir