Þemavika í Tónlistarskólanum á Akranesi

Tónlistarskólinn á Akranesi er með þemaviku í þessari viku. Nemendur eru að æfa og semja lög sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum og verða tvennir tónleikar næstkomandi fimmtudag 27. febrúar.  Tónleikar með ævintýraþema verða kl. 16.30 og kl. 18.00 verða tónleikar með þjóðsöguþema.  Ævintýrin eru allt frá Söngvaseið til Frosen og þjóðsögurnar m.a. Móðir mín í kví kví og Djákninn á Myrká.  Á öskudag milli kl. 14.00 og 15.30 er svo opið svið í anddyri skólans þar sem öllum er boðið að stíga á stokk og taka lagið eða spila, bæði við lifandi meðleik en einnig verður hægt að syngja lög sem hægt er að finna á t.d. Youtube.

fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir