Líf og fjör á bolludaginn í Kallabakaríi

Það var bókstaflega allt á fullu í Kallabakaríi á Akranesi í morgun þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við. Staðið var við öll borð og sett á vatnsdeigsbollur sulta, rjómi og glassúr. Framleiðslunni verður svo ekið í fyrirtæki og stofnanir, auk þess sem til sölu er í bakaríinu. Að sögn Alfreðs Karlssonar bakarameistara mættu fyrstu fimm bakararnir á vakt klukkan 1:30 í nótt og síðan bættust fleiri við undir morgun. Alfreð segir að í dag hafi verið framleiddar 4000 bollur, um tvö þúsund í gær og annað eins á laugardaginn. Fyrir viku var hins vegar byrjað því margir vilja taka bolludaginn snemma, eða öllu heldur bolluvikuna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun og tala sínu máli.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir