Eðlisfræðitilraun í gangi. Ljósm. MB.

Buðu elstu grunnskólanemunum í heimsókn í MB

Í dag bauð Menntaskóli Borgarfjarðar öllum nemendum í níunda og tíunda bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur menntaskólans tóku að sér  hlutverk gestgjafa og fóru með gestina um skólann. Í MB höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við boði er. Meðal annars var krufinn refur, sýnd eðlisfræðitilraun með pendúl, nammistöð til að læra um mismunandi bragð, kynning á félagsfræði og mismunandi menningu og fjölmargt fleira. Að endingu var svo borðað saman. „Þessi dagur var skemmtilegur í alla staði og við þökkum nemendum og kennurum þeirra kærlega fyrir komuna,“ segir Bragi Þór Svavarsson skólameistari. Meðfylgjandi myndir eru úr heimsókninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir