Kynningarfundur um nýja ferðamannaleið

Í dag klukkan 13 verður streymt í fundarsal Dalabyggðar í Búðardal fundi sem fram fer á Ísafirði, en streymt á Patreksfirði, Hólmavík og Búðardal. Fjallað verður um nýja hringleið um Vestfirði og Dali. Vinnuheiti þessarar nýju leiðar er „Hringvegur 2“ og hefur hún verið unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Cohn og Wolfe. Ingvar Örn Ingvarsson mun kynna niðurstöðu þeirrar vinnu á fundinum  og Díana Jóhannsdóttir frá Vestfjarðastofu fer yfir næstu skref í vinnunni.

Verkefnastjórar frá Markaðsstofu Vesturlands verða viðstaddir streymi af fundinum í Búðardal og gefst því ferðaþjónum í Dölum tækifæri eftir fundinn til að ræða við þá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir