Frá Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk.

Gjaldskrárlækkun og tímabundinn afsláttur

Eins og greint var frá í Skessuhorni fyrr á árinu samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að veita tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Með því er ætlun bæjaryfirvalda að hvetja til byggingar íbúðarhúsnæðis, en skortur er á slíku í Grundarfirði, sem og atvinnuhúsnæðis.

Um er að ræða 50% afslátt til sex mánaða. Skilmálar afsláttarins hafa nú verið útfærðir og samþykktir í bæjarstjórn. Gildir afslátturinn frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Afslátturinn nær til íbúðalóða við Fellabrekku, Fellasneið, Grundargötu, Hellnafell, Hlíðarveg og Ölkelduveg. Einnig nær afslátturinn til iðnaðar- og atvinnulóða við Ártún og Hjallatún.

Sömuleiðis hefur bæjarstjórn samþykkt að lækka helsut flokka gatnagerðargjalda í gjaldskrá bæjarfélagsins. Gatnagerðagjöld vegna einbýlishúss lækkar úr 9% íg 8%, úr 8,5% í 7% vegna par- og raðhúsa og úr 7% í 6% vegna fjölbýlishúsa. Tímabundni afslátturinn er reiknaður frá lækkuðu gjaldi skv. gjaldskrá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir