Fræðslufyrirlestur um kírópraktík fyrir dýr

Næstkomandi sunnudag mun Silja Unnarsdóttir dýralæknir og kírópraktor halda fræðslufyrirlestur um dýr í félagsheimilinu Vindási í Borgarnesi klukkan 13-15. „Fyrirlesturinn er um dýr sem lifa fyrir það að hreyfa sig. Það er mikilvægt að þau hreyfi sig rétt og vel. Hvort sem það er keppnishestur, kynbótahestur eða reiðhestur, vinnuhundur, sýningarhundur eða gæludýr, þá getur kírópraktík hjálpað að halda þeim í topp formi.

Eftir fyrirlesturinn býður Silja uppá meðhöndlun með afslætti í hesthúsina í reiðhöllinni. Fólki er velkomið og kíkja og fylgjast með eða panta tíma hjá siljaunnars@gmail.com. Hentar bæði fyrir hesta og hunda. Allir velkomnir – 1500 kr inn, kaffi í boði,“ segir í tilkynningu frá fræðslunefnd hestamannafélagsins Borgfirðings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir