Mikið tjón á Þórisstöðum í óveðrinu

Mikið tjón varð á bænum Þórisstöðum í Svínadal í óveðrinu síðastliðinn föstudag. Í sumarhúsabyggð ofan við bæinn fauk eitt sumarhús og dreifðist brak úr því um hlíðina. Niður við bæinn er stöðuhýsabyggð þar sem mikið tjón varð á hjólhýsum og bílum sem þar voru. Að sögn Jóns Valgeirs Pálssonar staðarhaldara varð tjón á alls sjö hjólhýsum og ferðavögnum sem þar stóðu. Yfirbygging á einu hjólhýsinu hreinlega splundraðist af grindinni og féll brakið á önnur ferðahýsi og stórskemmdi þau. Gler brotnaði í rútu, bíll fauk á hliðina og þakplötur fuku af hlöðuþaki. Jón Valgeir segir tjónið því verulegt. Mildi þykir að enginn slasaðist í veðurofsanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir