Guðrún Ósk og Atli.

Borgfirskir þjálfarar á verðlaunapalli

Úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfuknattleik fóru eins og kunnugt er fram á laugardaginn. Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Skallagríms hömpuðu bikar, Stjarnan eftir sigur á Grindavík og Skallagrímur á KR. Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og grúskari benti á áhugaverða staðreynd: „Það er skemmtileg staðreynd að þjálfarar karlaliðs Stjörnunnar og kvennaliðs Skallagríms, sem hömpuðu Bikarameistaratitlum í Laugardalshöllinni, eru allir úr Borgarfirði! Arnar Guðjónsson aðalþjálfari Stjörnunnar er úr Reykholtsdalnum, Hörður Unnsteinsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar er frá Borgarnesi líkt og Guðrún Ósk Ámundadóttir aðalþjálfari Skallagríms og Atli Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Skallagríms sem einnig eru úr Nesinu,“ skrifaði Heiðar Lind sem óskar sigurvegurunum innilega til hamingju.

Arnar og Hörður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir