Stjórnvöld tryggi að ekki verði dregið úr snjómokstri

Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í síðustu viku var rætt um snjómokstur á Vesturlandi og mikilvægi þess að ekki verði dregið úr mokstri þrátt fyrir að fjárveitingar hafi ekki tekið mið af þeim aðstæðum sem verið hafa í vetur. Stjórn SSV samþykkti bókun þess efnis:

„Stjórn SSV skorar á Vegagerðina og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að tryggja að ekki verið dregið úr snjómokstri og annarri vetrarþjónustu þrátt fyrir að aðstæður í vetur hafi leitt til þess að fjárveitingar til verkefnisins hafi ekki tekið mið af þeirri stöðu sem uppi er. Það væri algerlega óforsvaranlegt að ætla að skerða vetrarþjónustu þar sem greiðar samgöngur eru lífæð landsbyggðarinnar.“ Á fundi stjórnar SSV var sömuleiðis lögð fram umsögn SSV um samgönguáætlun 2020-2024, sem nú hefur verið send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira