Vindhraðamælirinn við Hafnarfjall.

Sló í 71 metra á sekúndu við Hafnarfjall

Býsna hvasst er nú um vestanvert landið samhliða því að skil lægðarinnar færast norðar. Nú á ellefta tímanum í morgun fór vindhraði í hviðum upp í 71 metra á sekúndu í sjálfvirka vindhraðamælinum við Hafnarfjall. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróunina frá því veður tók að versna í gær. Gert er ráð fyrir að veður fari heldur að hægjast eftir hádegi í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir