Rafmagnslaust á tveimur stöðum í Borgarfirði

Rafmagnsbilanir hafa verið nokkuð víða í nótt og morgun einkum á Suðurlandi. Á Vesturlandi hefur rafmagn víðast hvar haldist inni, en töluvert flökt er á því, meðal annars á Akranesi. Nú er rafmagnsbilun á línunni frá Deildartungu í Húsafell í Borgarfirði, en bilanaleit stendur yfir. Sömuleiðis er ragmagnslaust í Hvalfirði og Svínadal. Ef fólk hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit á fyrrgreindum svæðum er það beðið að hafa samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Líkar þetta

Fleiri fréttir