Þannig lítur vindaspákortið út fyrir klukkan 9 í dag.

Óveðrið nær hámarki fyrir hádegi í dag

Óveðrið, sem spáð var í dag, er nú í hámarki um vestanvert landið. Gera má ráð fyrir að draga fari úr vindi um hádegi í dag, en áfram verður þó bálhvasst fram eftir deginum. Á Faxaflóasvæðinu er nú rauð viðvörun í gildi og verður til hádegis þegar hún verður appelsínugul til klukkan 17. Austan rok er um annan landshlutann, um og yfir 35 metrar á sekúndu og mun hvassara í hviðum við fjöll. Við Breiðafjörð er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan 23 í kvöld, en þar getur vindur staðbundið farið í 40 m/sek og mun hvassara í hviðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir