Atriði úr myndinni.

Myndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ frumsýnd í byrjun apríl

Gamamyndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur verður frumsýnd 3. apríl í Smárabíói í Kópavogi. Þetta er fyrsta kvikmynd Ólafar í fullri lengd en áður hefur hún gert skemmtilegar stuttmyndir. Kvikmyndin er tekin upp í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi og fjallar um tvær vinkonur sem ákveða að fara að vinna á sveitabæ yfir sumarið. Önnur vinkonan er þrælvön sveitastelpa en hin er algjört borgarbarn sem varla hefur farið út fyrir höfuðborgina. Borgarbarnið veit lítið um sveitastörfin og þegar hún hefur fengið nóg af því að vera aðhlátursefnið í sveitinni biður hún vinkonuna um að kenna sér að vera frakkari og láta álit annarra ekki hafa áhrif á sig. Það hefur í för með sér spaugilegar afleiðingar.

Sjá viðtal við Ólöfu Birnu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira