Hreinsa seltu af tengivirki á Brennimel

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, ásamt Slökkviliði Borgarbyggðar, hafa í kvöld unnið við að hreinsa seltu af spennum í tengivirki Landsnets á Brennimel og einnig í tengivirkinu á Klafastöðum. Selta í tengivirkinu á Brennimel snemma í kvöld varð þess valdandi að rafmagnslínur leysti út og mikið högg kom á kerfi Landsnets og flökt kom á rafmagn víða um land. Straumlaust varð um tíma hjá Norðuráli og Elkem af þessum sökum. Aðstæður voru metnar þannig að nauðsynlegt væri að kalla slökkviliðin á svæðið til að hreinsa seltuna. Norðurál og Elkem eru að keyra upp rekstur eftir seltuhreinsunina, segir á síðu Landsnets nú rétt í þessu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir