Hótel Hafnarfjall til sölu

Hótel Hafnarfjall hefur verið auglýst til sölu. Hótelið er sem kunnugt er staðsett við þjóðveg 1 skammt sunnan Borgarness. Alls er húsið 661 fermetri að stærð á tveimur hæðum með 22 herbergjum, 41 fermetra stúdíóíbúð, 50 manna veitingasal, eldhúsi, starfsmannaaðstöðu og öðru sem við kemur hótelrekstri. Fimm smáhýsi hafa verið reist við hótelið á síðustu árum. Ásett verð er 195 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir