Heitavatnsdælum slær út og spara þarf vatn

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið á Vesturlandi undanfarna tíma. Þær valda því að dælur veitukerfa Veitna á suðurhluta Vesturlands slá sífellt út og starfsfólk Veitna situr við að slá þeim inn aftur. Þetta hefur áhrif á það magn sem hægt er að dæla af heitu vatni og nú er staðan á því þannig að loka þarf sundlaugunum á Akranesi og í Borgarnesi til að tryggja nægt heitt vatn til húshitunar. „Við vonum að þetta skapi ykkur ekki of mikil óþægindi,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir