Fella úr gildi byggingarleyfi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað 23. janúar síðastliðinn upp úrskurð í máli sem snertir breytingar á íbúðarhúsinu Egilsgötu 6 í Borgarnesi, en húsinu var fyrir nokkrum árum breytt í þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð og eina íbúð á efri hæð og þar er rekið gistiheimili. Í úrskurði nefndarinnar segir: „Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Borgarbyggð frá 2. apríl 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi til að breyta húsnæði á lóð nr. 6 við Egilsgötu í þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð og eina íbúð á efri hæð.“

Mál þetta á sér allnokkra forsögu en það var fyrirtækið Ikan ehf., sem er til húsa við Egilsgötu 4, sem krafðist þess að ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar um breytingar á húsinu við Egilsgötu 6 yrði felld úr gildi. Tengja steyptar tröppur húsin saman. Í niðurstöðu nefndarinnar segir: „Er ekki útilokað að kærandi eigi lögvarinna hagsmuna að gæta vegna hins kærða byggingarleyfis og hefur honum áður verið játuð kæruaðild á þeim grundvelli fyrir nefndinni vegna sömu breytinga, svo sem rakið er í málavaxtalýsingu.“ Þá segir jafnframt: „Að framangreindu virtu uppfyllir hið kærða byggingarleyfi ekki áskilnað 11. gr. mannvirkjalaga um að byggingarleyfi sé í samræmi við byggingarreglugerð.“

Framangreint mál úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál er númer 24/2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir