Allir helstu stofnvegir lokaðir

Nú eru allir helstu þjóðvegir í landshlutanum lokaðir vegna veðurs og færðar. Þar á meðal Vesturlandsvegur um Kollafjörð, vegurinn fyrir Hafnarfjall, en þar fer vindhraði í 61 metra á sekúndu í hviðum. Þá er vegurinn um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði lokaður. Eins og sést á meðfylgjandi skjámynd af vef Vegagerðarinnar er engin umferð um þessa vegi enda fárviðri. Þá mun fyrri ferð Baldurs frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörð klukkan 14 í dag falla niður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir