Þannig lítur spákort fyrir vind út klukkan 6:00 næstkomandi föstudagsmorgun. Heimild. Veðurstofa Íslands.

Ofsaveðri spáð á föstudaginn

Spár gera ráð fyrir að sérlega djúp lægð nálgist landið úr suðvestri og skelli á landinu aðfararnótt næsta föstudags. Veður tekur svo að ganga niður á föstudagskvöld. Gul viðvörun er nú í gildi fyrir föstudaginn, en reiknað er með að hún breytist í appelsínugula viðvörun þegar línur taka frekar að skýrast um gang lægðarinnar sem nefnd hefur verið Denni Dæmalausi. Þrýstingur í lægðarmiðju gæti orðið 930 hPa sem er með dýpri lægðum. Búist er við austlægum stormi, roki eða ofsaveðri, og að hvassast verði sunnantil á landinu framan af degi. Víða auk þess snjókoma eða slydda, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina seinnipartinn með hita 1 til 5 stig, en vægt frost verður fyrir norðan. Talsvert hægari vindur á landinu um kvöldið.

Þessu mun fylgja víðtækar samgöngutruflanir, ekkert ferðveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Líkur eru á foktjóni, sérílagi sunnantil á landinu. „Fólki er bent á að sýna varkárni til að fyrirbyggja slys og festa lausamuni eins og frekast er kostur. Einnig má búast má við hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira