Kim Klara og Daníel Þór opna í dag ljósmyndastofuna Blik Studio á Akranesi. Ljósm. aðsend

Ljósmyndastofa opnuð á Akranesi í dag

Ljósmyndastofan Blik Studio verður opnuð í dag, miðvikudag, við Stillholt 23 á Akranesi. Það eru Daníel Þór Ágústsson og Kim Klara Ahlbrecht sem reka stofuna en þau eru bæði faglærðir ljósmyndarar. Kim er uppalin á Akranesi en Daníel er úr Kópavogi. Bæði hafa þau lengi verið að mynda en þau kláruðu nám í ljósmyndun fyrir tveimur árum.

„Við erum gott teymi og getum boðið upp á allskonar myndatökur. Höfum reynslu af ungbarna- og fjölskyldumyndatökum, andlitsmyndum, brúðkaupum og öðrum viðburðum,“ segir Daníel í samtali við Skessuhorn. Þá hefur Kim einnig myndað vörur fyrir auglýsingar. Daniel hefur unnið talsvert fyrir Vísi/Sýn, t.d. við að mynda íþróttir og stærri viðburði og bætir því við að bæði sé hægt að fá þau á staðinn til að taka myndir eða koma í stúdíó til þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir