Glussinn hreinsaður upp

Fyrir hádegi í dag sprakk glussaslanga á bíl Frumherja þegar unnið var við stillingu á hafnarvoginni á Akranesi. Talsvert magn af olíu lak við óhappið á götuna. Vaskir menn frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar mætti á staðinn, vopnaðir vikri og strákústum, enda afleitt að bílar aki yfir glussamengaðar götur. Þeir Styrmir, Sigurður Þór og Björn Bergmann gáfu sér þó tíma til að líta upp þegar verkinu var að ljúka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir