Mikill viðbúnaður á sjúkrahúsi í Wuhan í Kína vegna kórónaveirunnar. Ljósm. STR / AFP.

Almannavarnanefnd Vesturlands fundaði um Wuhan-veiruna

Almannavarnanefnd Vesturlands fundaði í Borgarnesi í gær með umdæmislækni sóttvarna og svæðislækni sóttvarna. Tilefni fundarins var óvissustig vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, sem einnig hefur verið vísað til sem kórónaveirunnar. Í nefndinni eiga sæti oddvitar, sveitar- og bæjarstjórar sveitafélaganna á Vesturlandi, auk lögreglustjórans á Vesturlandi, yfirlögregluþjóns og slökkviliðsstjóra.

Í gær höfðu 28.204 einstaklingar greinst með veiruna og 564 látist af hennar völdum, eða um 2% sýktra. Langflestir hafa greinst í Kína og allir hinna látnu nema einn voru þar. Flestir sem hafa látist af völdum veirunnar voru með undirliggjandi sjúkdóma. Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa gripið til varúðarráðstafana vegna veirunnar, eins og gert hefur verið víða erlendis. Á Landspítala hefur til að mynda verið sett upp próf til að greina Wuhan-kórónaveiruna. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur farið fram nokkur undirbúningur vegna hugsanlegs smits hér á landi, eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins.

Staðfest hefur verið að veiran smitast á milli manna og getur valdið alvarlegum veikindum. Því hefur óvissustigi almannavarna verið lýst yfir af embætti ríkislögreglustjóra, í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Um það fundaði almannavarnanefnd Vesturlands í Borgarnesi í gær, ásamt umdæmislækni sóttvarna og svæðislækni sóttvarna. „Fundurinn var góður þar sem farið var yfir stöðu mála en eins og kunnugt er hefur enginn einstaklingur greinst með kórónaveiruna hérlendis,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður almannavarnanefndar, í samtali við Skessuhorn, en segir ekkert meira um málið að segja að svo stöddu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira