Húsfyllir á fundi um kvótamál

Síðastliðinn laugardag hófst fundaferð um landið á Akranesi með almennum fundi í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Heiti fundanna er: „Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.“ Á fundinum kom fram sterk undiralda fyrir breytingum á núverandi kvótakerfi í fiskveiðum. Fjölmenni mætti á fundinn. Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður og ráðherra hélt framsögu. Í máli hans kom fram að hugsunin að baki þessum fundum væri að kvótakerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það hefur brotið samfélög og sé verkefnið að gera þau heil á ný. „Kvótann heim þýðir síðan að tryggja þurfi að eignarhald á sjávarauðlindinni verði ekki bara orðin tóm heldur raunveruleg á borði. Kvótann heim þýðir einnig að færa þarf ráðstöfunarrétt og nýtingu auðlindarinnar til sjávarbyggðanna víðs vegar um landið,“ sagði Ögmundur.

Greint er frá fundinum í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir