Frá vel sóttum kynningarfundi í Hjálmakletti í gærkvöldi. Ljósm. Sigurður Guðmundsson.

Kynna breytingar á úrgangsþjónustu í Borgarbyggð í kvöld

Stjórnendur Borgarbyggðar hafa undanfarið staðið fyrir fundaröð í sveitarfélaginu. Þar hafa fyrirhugaðar breytingar á úrgangsþjónustu í sveitarfélaginu verið kynntar íbúum. Þær felast í söfnun og eyðingu dýraleifa af lögbýlum, sem hefst 1. febrúar og söfnun lífræns úrgangs frá öllum heimilum í Borgarbyggð, sem fyrirhuguð er frá 1. apríl næstkomandi.

Fundaröðin hófst með fundi í Lyngbrekku á mánudagskvöld. Næsti fundur var í Þinghamri í gær og seinna sama kvöld var íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, en þar var einnig kynningarfundur um helstu atriði fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar fyrir árið 2020, sagt frá forsendum ákvarðanatöku og fleira í þeim dúr.

Aðrir kynningarfundir um breytingar á úrgangsþjónustu í Borgarbyggð verða haldnir í kvöld. Sá fyrri í sal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri kl. 18:00 og sá síðari í félagsheimilinu Logalandi kl. 20:30.

Líkar þetta

Fleiri fréttir