Michael keypti Land Cruiser jeppa sem hann ætlar að nota til að fara í ferðir með gesti Kríu guesthouse.

Flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn og byggir upp ferðaþjónustu

Michael Back flutti frá Kaupmannahöfn til Íslands fyrir um einu og hálfu ári og settist þá að í Borgarnesi ásamt Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur og börnunum þeirra tveimur. Við heimkomu tóku þau hjónin við rekstri gistiheimilisins Kríu guesthouse af foreldrum Heiðrúnar. Michael, sem er bifvélavirki og verkfræðingur að mennt, fór auk þess að vinna á bifvélaverkstæðinu Bílabæ í Borgarnesi í um eitt ár. Hann hefur nú stofnað sitt eigið fyrirtæki, Kría Services, þar sem hann getur tekið á móti bílum í þjónustu og viðgerðir auk þess sem hann ætlar að bjóða upp á jeppaferðir fyrir gesti Kríu guesthouse.

Rætt er við Michael í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir