Stöðvarhús virkjunar sem ekki hefur verið aflað leyfa til að byggja.

Eftiráskipulagsferli vegna virkjunar í Draghálsá

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar auglýsti eftir athugasemdum um tillögu að breytingum á aðalskipulagi í auglýsingu sem m.a. birtist í Skessuhorni 27. nóvember síðastliðinn. Auk þess sendi hann viðeigandi stofnunum beiðni um athugasemdir 2. desember. Tillagan felur í sér þá breytingu að hluti opna svæðisins í landi Dragháls sem nú er skilgreint til sérstakra nota, verði breytt í landbúnaðarland. Heimild er í lögum fyrir vatnsaflsvirkjanir með rafafl að hámarki 200 kW á skilgreindum landbúnaðarsvæðum, að undanskildum þeim svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eða falla undir ákvæði 37. gr laga um náttúruvernd.

Eigandi Dragháls hefur þegar reist 8,3 kW vatnsaflsvirkjun í Draghálsá og fór sú framkvæmd fram án tilskilinna leyfa og umsagna á svæði, sem ekki hefur verið skilgreint landbúnaðarland og voru framkvæmdirnar því ólögmætar. Þá virðist sveitarfélagið hafa ákveðið að bjóða upp á skipulagsferli eftirá í stað þess að láta rífa niður stíflu sem ekki er heimild fyrir. Aðspurður segir Bogi Kristinsson, skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, að aðeins sé verið að kalla eftir athugasemdum áður en farið verður í almennt skipulagsferli og að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort virkjunin sé komin til að vera eða ekki.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir