Festa þurfti þak á húsi í Ólafsvík. Ljósm. þa.

Vetrarríki og gular viðvaranir

Íbúar á Snæfellsnesi hafa ekki farið varhluta af gulum veðurviðvörunum frekar en aðrir landsmenn undanfarnar vikur. Margt hefur komið uppá í veðurhamnum, en sem dæmi um það má nefna að í síðustu viku stíflaðist rör á vegi 54 vestan við Grundarfjörð. Flæddi vatn yfir veginn en mikil úrkoma var þennan dag og mjög hvasst. Þurfti að kalla til gröfu til að fara niður í fjöru og hreinsa frá rörinu. Í Ólafsvík losnaði þak af húsi sem festa þurfti niður. Bugsvatnið fyrir innan Ólafsvík flæddi allt að því yfir veginn og því greinilegt að vatnavextir voru mjög miklir ásamt því að klakabunkar flutu um.

Líkar þetta

Fleiri fréttir