Stefán Eiríksson. Ljósm. Reykjavíkurborg.

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson verður nýr útvarpsstjóri og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn RÚV tilkynnti um þá ákvörðun sína að ráða Stefán í dag. Var hann valinn úr hópi 41 umsækjanda. Umsóknarfrestur var upphaflega til 2. desember en var framlengdur eftir það til að stjórn hefði úr fleiri umsóknum að velja. Ekki var opinberað hverjir stóttu um starfið.

Stefán Eiríksson hefur gegnt starfi borgarritara Reykjavíkurborgar frá því í desember 2016 en var þar áður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er lögfræðingur að mennt, lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengd stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og stðagengill ráðuneytisstjóra, stjórnarmaður og stjórnarformaður opinbers hlutafélags, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir