Steinunn Sigurðardóttir formaður stjórnar HVE tekur hér við gjafabréfi úr hendi Stefáns Lárusar Pálssonar forseta Þyrils. Ljósm. Skessuhorn/mm.

Gáfu Hollvinasamtökum HVE andvirði þriggja nýrra sjúkrarúma

Síðastliðinn sunnudag hélt Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi afmælis- og hátíðarfund sinn í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Tilefnið var að hálf öld er nú liðin frá stofnun klúbbsins. Við þetta tækifæri færði Kiwanisklúbburinn Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands veglega gjöf, en félagið hefur látið gott af sér leiða til ýmissa mannúðarstarfa alla tíð. Steinunn Sigurðardóttir formaður stjórnar Hollvinasamtaka HVE veitti viðtöku 1.620 þúsunda króna styrk sem notaður verður til kaupa á þremur nýjum sjúkrarúmum á spítalann á Akranesi.

Þakkaði Steinunn klúbbfélögum í Þyrli fyrir rausnarskap alla tíð. Fram kom í ávarpi hennar að Hollvinasamtökin hafi nú tekið við 74 milljónum króna í styrki frá stofnun félagsins og hafi þeir verið notaðir í að bæta tækjakost á heilsbrigðisstofnunum HVE víðsvegar um Vesturland. Gat hún þess að Kiwanisklúbburinn hefði þar af látið á sjöttu milljón króna rakna til félagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir