Þau hlutu viðurkenningar þegar greint var frá valinu á íþróttamanni ársins hjá HSH. Gunnhildur er fyrir miðri mynd. Ljósm. sá.

Gunnhildur er íþróttamaður HSH 2019

Körfuknattleikskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir var valin körfuknattleiksmaður ársins og íþróttamaður ársins 2019 hjá Héraðssambandi Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Greint var frá valinu á föstudagskvöld.

Gunnhildur hefur leikið megnið af sínum ferli með Snæfelli og verið ein besta körfuknattleikskona landsins um langt skeið. Með Snæfelli hefur hún þrisvar sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum og einu sinni orðið bikarmeistari, auk þess að hafa margoft verið valin í lið ársins. Hún á að baki 52 landsleiki, þar af 36 með A landsliði Íslands þar sem hún hefur verið fastamaður frá árinu 2012. „Nálgun Gunnhildar á íþróttinni er aðdáunarverð, ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi innan vallar sem utan, gefur mikið af sér og er frábær fyrirmynd,“ segir um útnefninguna á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Snæfells.

Aðrir sem hlutu viðurkenningar voru: Siguroddur Pétursson, hestamaður HSH, Heiða Lára, Guðmundsdóttir, skotíþróttakona HSH, Margrét Helga Guðmundsdóttir, blakkona HSH, Ari Bergmann Ægisson, frjálsíþróttamaður HSH, Emir Dokara, knattspyrnumaður HSH og Sigurþór Jónsson, kylfingur HSH. Þá var stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells sæmd viðurkenningunni vinnuþjarkar HSH á árinu 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir