Lítið skyggni við vetraraðstæður. Ljósm. úr safni/ kgk.

Norðaustan hríð í nótt og á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun um landið sunnan- og vestanvert frá því í kvöld og til morguns.

Viðvörunin tekur gildi á Breiðaffjarðarsvæðinu á miðnætti og þar til á hádegi. Spáð er norðaustan hríð, austan og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum.

Gul viðvörun hefur verið gefin út á Faxaflóasvæðinu frá kl. 1:00 í nótt, en búist er við að veðrið gangi niður þar fyrir kl. 7:00 í fyrramálið. Þar er sömuleiðis spáð norðaustan hríð, austan og norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi, slæmu skyggni og lélegum akstursskilyrðum. Hvassast verður á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira