Í skoðunarferð í nýbyggingunni. Ljósm. borgarbyggd.is

Leikskólabygging fokheld á Kleppjárnsreykjum

Viðbygging sem hýsa mun leikskólann Hnoðraból og kennslurými kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum er nú fokheld. Verkið er á áætlun og áætlað er að taka húsið í notkun fyrir upphaf næsta skólaárs. Nýbyggingin er reist úr forsteyptum einingum, alls 530 fermetrar að flatarmáli. Byggingarverktaki er Eiríkur J. Ingólfsson.

Stjórnendur Hnoðrabóls og GBF fóru í skoðunarferð í byggingunni fyrr í vikunni. Á myndinni eru f.v. Dagný Vilhjálmsdóttir deildarstjóri á Hnoðrabóli, Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri og Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir